Skip to product information
1 of 3

Egilsstaðabón

Ceramic húðun Cquartz UK 3.0

Ceramic húðun Cquartz UK 3.0

Regular price 0 ISK
Regular price Sale price 0 ISK
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.

Detailer Detailing Sticker by Fireball Coatings

Keramíkhúðun.      

     

Keramíkhúðun eða Ceramic Coat er það nýjasta í viðhaldi bílalakks í dag. Keramík húðin veitir óviðjafnanlega vörn gegn óhreinindum og er virkilega endingargóð. Keramík húðin sem við notum er Cquartz UK 3.0 og er harðasta keramík húð sem fæst á markaðnum í dag, efnið er unnið úr kísildíoxíð (SIO2)(70% af innihaldi Cquartz), þetta er fyrsta varan á markaðnum sem inniheldur svona mikið magn af hreinu SIO2.

Kísildíoxíð (SIO2) situr í fjórða sæti yfir hörðustu steinefni sem finnast í heiminum, skapar það mjög tæra og fallega húð yfir lakkið, hrindir frá sér vatni og gefur góða endingu. Ekki er þörf á að bóna bílinn ef búið er að bera á hann Cquartz UK en við mælum með því bera á bílinn CARPRO Reload sealant vörn á 3 – 4 mánaða fresti til þess að viðhalda Keramíkhúðinni og fá betri endingu.

Cquartz UK er harðara en hefðbundin glæra á bíl og eykur því þol bílsins gegn rispum og hrindir hann betur frá sér óhreinindum td. tjöru og salti. Vegna eðlis keramík efnisins þá er nauðsynlegt að lakkið sé í sínu besta ástandi. Það þýðir að nema bíllinn sé nýr eða mjög nýlegur, þá þarf að öllum líkindum að massa hann áður.

Meðferð: 

  • Lakkið hreinsað og undirbúið fyrir mössun
  • Bíllinn leiraður til að losa föst óhreinindi (Ef þarf)
  • Lakkið massað með vélum
  • Lakkið hreinsað með hreinsiefnum
  • Cquartz UK 3.0 borið á

Ráðlagt er að hafa bílinn þurran í 24klst fyrir hámarks endingu og þess vegna geymum við bílinn inni hjá okkur yfir nóttina til þess að leyfa keramíkhúðinni að binda sig betur við lakkið. Ekki skal þvo bílinn með sápu fyrstu 7 daga eftir að Cquartz er sett á bílinn.

Hefbundin mössun (1 til 2 dagar)
Vönduð mössun á lakki þar sem gamalt lakk fær nýtt líf og bílnum  gefið yngra útlit á ný. Við leytumst eftir 60% – 70% niðurstöðum í þessari mössun fyrir eldri bíla en ef lakkið er nýlegt og vel með farið næst jafnvel 80-90% niðurstöður. Við fjarlægjum flestar þvottarispur í burtu og hækkum gljástigið á lakkinu verulega. Í flestum tilfellum tekur þessi meðferð 2 til 3 daga.

Full mössun (full lakkleiðrétting) – 1 til 3 dagar
Þessi pakki er fyrir þá  kröfuhörðu! Lakkið verður með meiri gljáa en við hefbundna mössun. Allt lakkið verður nánast eins og nýtt þar sem við köfum djúpt ofan í lakkið með því markmið að ná allt að 95% niðurstöðum. Við fjarlægjum flestar allar þvottarispur og gamla kvilla í burtu.  Í flestum tilfellum tekur þessi meðferð 3 til 4 daga.

VETRARPAKKAR – KERAMIKHÚÐUN
VETRARPAKKI – Fólksbíll FRÁ 159.990  kr
VETRARPAKKI – Lítill Jeppi FRÁ 199.990 kr
VETRAPAKKI – Stærri Jeppi / 7 Manna FRÁ 219.990 kr
Yfirstærð TILBOÐ

Cquartz Dlux 

Hægt er að bæta við Keramíkhúðun á felgur og allt plast með Cquartz Dlux sem er háþróaðasta plast og felgu keramík húð sem er fáanleg á markaðnum í dag. Unnið úr hágæða lífrænum kísil. Ólíkt öðrum vörum fyrir plast að þá endurheimtir Dlux upprunalegt útlit og verndar plastið í tvö ár eða lengur með því að nota einstaka nanosamsetningu. Gerir það Dlux kleift að binda sig betur við plastið sem eykur endingartíma. Þar að auki er Dlux með stóraukið þol gegn miklum hita sem gerir það fullkomið fyrir felgur og bremsubúnað.

 

DLUX Felgucoat miðavið nýjar felgur: 40.000 kr

 

Gæði

Egilsstaðabón notfærir sér einungis nýjustu tækni og vörur sem markaðurinn hefur uppá að bjóða. Bílaþrif eru ekki bara bílaþrif.

Skilastefna

Ef þér fannst þrifinn ekki vera fullnægjandi sendu okkur tölvupóst með myndum og við sjáum um það um leið. Við viljum að allir viðskiptavinir okkar fara sáttir heim.

Hvaða stærð er bílinn þinn?

Fólksbíll (Yaris, VW passat, Honda civic, Toyota Corolla).

Jepplingur ( Tesla model y, Mazda cx3, VW T-roc).

Jeppi ( , Range rover sport, Land cruiser. Benz GLE. )

Yfirstærð ( Ram3500, Upphækkaðir jeppar, Sendibílar).

View full details